Færsluflokkur: Fallegar myndir

Selta í lofti við S-Grænland

Sýni hér athyglisverða tunglmynd frá því fyrr í dag (MODIS 14. okt kl. 15:35) af syðsta hluta Grænlands . Þarna var nánast heiðríkt í dag, en það sem ekki sést á myndinni er sá hvassi vindur sem þvingaður var fram af Grænlandsjökli, yfir strandhéruðin og...

Skarpir drættir í nýsnævinu norðanlands

Eftir að létti til í dag beið ég í ofvæni eftir ljósmyndum utan úr geimi . Áætlun MODIS-tunglanna í dag var okkur ekki sérlega hagstæð. Bæði AQUA- og TERRA-tunglið mynduðu Ísland í ytri ramma og því er landið ýmist hálft eftir daginn eða þá bjagað. Samt...

Haustvísa

Á þessum árstíma hef ég stundum kosið að vekja upp stemmingu haustsins með vel völdum kvæðum með ríku myndmáli þeirra árstíðabrigða sem ganga yfir um þetta leyti. Sjá t.d. hér og hér . Hannes Pétursson orti kornungur Haustvísu og birtist í fyrstu...

Fokmistrið suðvestanlands frá Hagavatni

Um helgina benti ég á það að hvimleitt sandmistrið í lofti væri ekki allt upprunið frá öskusvæðum Suðurlands. Vissulega hefur eldfjallaösku þar lagt yfir byggðir og ból, bæði frá Markarfljótsaurum og Eyjafjallajökli og ekki síður ofan af Vatnajökli í...

Ekki bara gosaska sem fýkur í þurrum vindinum

Meðfylgjandi tunglmynd er með þeim magnaðri sem maður sér af landinu okkar. Hún er tekin kl. 13:27 í dag (9. sept.). Hana má stækka með tvísmellun. Áberandi og miklir sandstrókar af Suðurlandi ná langt á haf út. Mökkurinn fyrir austan Mýrdalsjökul er...

Kvöldskúr í Tungunum

Sigurður Hjalti Magnússon á Högnastöðum í Hrunamannhreppi sendi mér þess skörpu mynd sem tekin var kl. 20:35 í gærkvöldi (4. sept). Þær voru einmitt nokkuð síðbúnar síðdegisskúrirnar á Suðurlandi í gær. Sólin lægra á lofti en um mitt sumar og þar með...

Áhrif eldfjallaösku á jökulbráð - tvær tunglmyndir

Í fyrradag (10. ágúst) var nær heiðríkt og mátti virða mest allt landið fyrir á myndum veðurtunglanna. Hér sýni ég tvær myndir þennan dag sem eru ólíkar af allri gerð. Sú fyrri er venjuleg MODIS ljósmynd tekin kl. 13:00 . Lítið er um ský, þó tjásuleg...

Ekki margir staðirnir þar sem sólin nær í gegn

Þessi ágæta t unglmynd sem fengin ef af vef Veðurstofunnar kl. 12:45 í dag sýnir glöggt að meira og minna er alskýjað að landinu. Skeytastöðvar gáfu margar og flestar í raun úrkomu í athugun á hádegi. Skýin er grámóskuleg á þessari hitamynd, en þar sem...

Bylgjuský yfir landinu

Á ljósmyndum veðurtunglanna mátti í dag sjá víðáttumikil bylgjuský yfir landinu vestanverðu. Bylgjugarðarnir liggja þvert á vindáttina í lofti eða í um 1000-2000 metra hæð. Skýin leysast upp í öldudölum bylgjunnar og myndast síðan aftur í uppstreyminu og...

Síðdegisskúrir í dalbotnum

Alltaf er maður á ferðum sínum um landið að skoða veðrið út frá margvíslegum sjónarhornum. Að sumarlagi er oft gaman að líta í kringum sig og sjá hvar bólstrar vaxa í hitauppstreymi og síðan í kjölfarið að verða vitni að skúradembu. En helst vill maður...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 1788777

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband